Innkaupapokinn

„Mundu töfrana“

Leiksýningin Innkaupapokinn er vefur sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. Í verki Elísabetar, sem hún skrifaði fyrst árið 1992, leita Ella og Trúðurinn bróðir hennar að „Barninu“ til þess að færa því tár svo það geti syrgt pabba sinn og haldið áfram eigin tilveru. Handritið hefur verið hálfgert olnbogabarn í íslensku leikhúsi í rúmlega 30 ár og aldrei ratað á svið þrátt fyrir þrotlausar
tilraunir höfundar og stöðug endurskrif. En í kjölfar þess að Ragnar Ísleifur Bragason, meðlimur í leikhópnum Kriðpleir frétti af þrautargöngu Elísabetar hefur ný von kviknað því Ragnar vill óður og uppvægur koma Elísabetu,
frænku sinni, til bjargar með hjálp félaga sinna úr leikhópnum. Sumir gætu sagt að þetta væri eins og að fara úr öskunni í eldinn. Það er að minnsta kosti ekki vandræðalaust að lífga við gamlan galdur …

Sýnd í Borgarleikhúsinu 2025. Fimm Grímuverðlaunatilnefningar.
Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Listamannalaunum.

****1/2

,,Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni."

S.B. VÍSIR.IS

,,Þetta er sýning sem aðdáendur Kriðpleirs og Elísabetar Jökulsdóttur mega alls ekki missa af og hún á skilið að laða að nýja hópa aðdáenda beggja aðila".

S.A. TMM

Á heildina litið er verkið ferskt og skemmtilegt, húmorinn er bæði beittur og vel nýttur, persónusköpunin góð og raunsönn og innlitið sem áhorfenda er boðið í heim leikhússins er virkilega vel heppnað".

S.A., LESTRARKLEFINN

Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir og Kriðpleir

Leikarar: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Leikstjórn: Kriðpleir

Dramatúrg og höfundur sviðshreyfinga: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Leikmynd og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín Sigurðarsdóttir

Tónlist: Benni Hemm Hemm

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

//

The Shopping Bag

“Remember the Magic”

The Shopping Bag is a web spun by the theatre group Kriðpleir around the world of Elísabet Jökulsdóttir and her play “Mundu töfrana” (Remember the Magic). In Elísabet’s work, which she first wrote in 1992, Ella and the Clown, her brother, search for “the Child” in order to bring it tears so it can mourn its father and continue its own existence.

For more than thirty years, the script has been something of an “unwanted child” in Icelandic theatre, never making it to the stage despite the author’s tireless efforts and constant rewrites. But after Ragnar Ísleifur Bragason, a member of the Kriðpleir troupe, learned of Elísabet’s long struggle, new hope has arisen: Ragnar, eager and excited, wants to rescue his cousin Elísabet with the help of his fellow performers.

Some might say this is like jumping out of the frying pan and into the fire. At the very least, reviving an old spell is not without its difficulties…

Performed at the Reykjavík City Theatre in 2025. Nominated for five Gríma Awards.

Author: Elísabet Jökulsdóttir and Kriðpleir

Director: Kriðpleir

Dramaturg & Choreographer: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Set & Costume Design: Ragnheiður Maísól Sturludóttir and Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Music: Benni Hemm Hemm

Lighting Design: Ólafur Ágúst Stefánsson